Veldu síðu
Veldu síðu
Innskráning
ísafjörður
Ísafjarðarbær lýkur 1100 milljóna fjármögnun

Ísafjarðarbær hefur nú lokið við fjármögnun nýs glæsilegs hjúkrunarheimilis á Ísafirði með útgáfu skuldabréfa til lífeyrissjóða að fjárhæð 1100 milljónir króna til 40 ára á hagstæðum kjörum fyrir bæinn. Grunnur að byggingu hjúkrunarheimilisins var tryggður með 40 ára leigusamningi um húsnæðið milli Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytisins árið 2011. Hjúkrunarheimilið er með 30 rýmum og er fyrsta hjúkrunarheimilið á Ísafirði en það verður rekið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Virðing hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna til lífeyrissjóða og Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráðgjafi bæjarins í fjármögnunarferlinu.

Gísli Halldórsson bæjarstjóri: „Við erum mjög ánægð með þau kjör og það form sem okkur bauðst við fjármögnun hjúkrunarheimilisins og erum þakklát lífeyrissjóðunum, Virðingu og Deloitte fyrir hafa leyst verkefnið fyrir okkur.“