Veldu síðu
Veldu síðu
Innskráning
Virding-logo-rammi
Starfsemi Virðingar flutt í húsnæði Kviku Banka

Eins og fram hefur komið þá hefur Kvika banki keypt allt hlutafé Virðingar og hafa bæði Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið samþykkt kaupin. Virðing er því orðið dótturfélag Kviku og er stefnt að því að sameina félögin undir nafni Kviku fyrir nóvemberlok.

Þrátt fyrir að samruni félaganna hafi ekki enn átt sér stað hefur verið ákveðið að flytja starfsemi Virðingar yfir í sama húnsæði og Kvika. Ekki er von á að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar í starfsemi félagsins vegna flutninganna.

Nýtt heimilisfang Virðingar er Borgartún 25, 6. hæð, 105. Reykjavík.