Eignastýring er sérsniðin þjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, lífeyrissjóði, félagasamtök og fagfjárfesta. Í eignastýringu er boðið upp á óháða ráðgjöf og persónulega þjónustu.

Lögð er rík áhersla á að byggja upp faglegt og traust langtímasamband við viðskiptavini þar sem gagnkvæmt traust og samvinna leggja grunninn að arðbærum árangri.

Eignastýring er fyrir þá sem óska eftir:

  • Umsýslu og ávöxtun sparnaðar eða lausafjár
  • Að ná betri árangri í fjárfestingum
  • Að spara tíma og fyrirhöfn
  • Faglegri ráðgjöf um fjárfestingar

 

Óháð verðbréfafyrirtæki

Virðing er óháð verðbréfafyrirtæki. Óháð staða kemur í veg fyrir hagsmunaárekstra milli fyrirtækisins og viðskiptavina okkar og gerir okkur kleift að velja fjárfestingakosti eingöngu út frá hagsmunum viðskiptavina.

Virðing stundar ekki stöðutöku á markaði og getur því sinnt hlutverki sínu án hættu á hagsmunaárekstrum þar sem ekki er verið að kaupa og selja verðbréf fyrir eigin reikning.

Virðing getur fjárfest hjá öllum helstu fjármálafyrirtækjum landsins og alltaf valið þann fjárfestingarkost sem þykir vænstur á hverjum tíma.

Þjónusta eignastýringar
Eignastýring einstaklinga
Eignastýring fagfjárfesta
Eignastýring einstaklinga

EIGNASTÝRING EINSTAKLINGA

Eignastýring fyrir einstaklinga og aðila með stærri eignasöfn þar sem fjárfestingarstefna er sérvalin fyrir hvern viðskiptavin.

 

FJÁRFESTINGASTEFNA

Fjárfestingastefna er valin í samráði við hvern viðskiptavin. Við val á fjárfestingastefnu er tekið mið af áhættuþoli, fjárfestingatíma, væntingum um ávöxtun, markmiðum, eðli annarra eigna og framtíðaráformum.

Áhættumeðvitund er einn af lykilþáttunum í starfsemi Virðingar. Fjárfestingar eru ekki áhættulausar, en það er grundvallaratriði að taka upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun um val á fjárfestingakostum. Áhættu er dreift á milli mismunandi eignaflokka og sjá sérfræðingar Virðingar um breytingar á eignasöfnum þegar aðstæður breytast.

Hver fjárfestingastefna er í stöðugri endurskoðun sem er nauðsynlegt í síbreytilegu umhverfi. Markmið er ávallt að ná góðri langtímaávöxtun fyrir viðskiptavini.

FJÁRFESTINGAKOSTIR

Hlutverk Virðingar er skýrt:  Að finna þá fjárfestingakosti sem skila bestum árangri fyrir viðskiptavini okkar.   Virðing er óháð verðbréfafyrirtæki og getur því sinnt þessu hlutverki án hættu á hagsmunaárekstrum.

Fjölbreytt úrval fjárfestingakosta er í boði hjá Virðingu.

Fjárfest er í innlendum verðbréfum, verðbréfa- og fjárfestingasjóðum allra helstu  markaðsaðila.

Fjárfest er í erlendum verðbréfum og verðbréfasjóðum, þar á meðal BlackRock, Carnegie, F&C, iShares,  og Sparinvest.

Fjárfest er í innlánum þar sem bjóðast hagstæðustu kjör á hverjum tíma.

Eignastýring fagfjárfesta

EIGNASTÝRING FAGFJÁRFESTA

Eignastýring sérsniðin að fagfjárfestum. Þjónustan hentar vel fyrir  fyrirtæki, stéttarfélög, félagasamtök, styrktarsjóði, sveitarfélög, lífeyrissjóði og aðra stofnanafjárfesta. 

 

FJÁRFESTINGASTEFNA

Fjárfestingarstefna er mótuð í samráði við viðskiptavini.  Eignasöfn eru í virkri stýringu reyndra sérfræðinga sem fylgjast daglega með fjármálamörkuðum. Fjölbreytt úrval fjárfestingakosta er í boði hjá Virðingu.  Auk hefðbundinna fjárfestinga í skráðum verðbréfum og verðbréfa- og fjárfestingasjóðum gefst fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í fagfjárfestingaasjóðum, sérhæfðum fjárfestingum og óskráðum félögum. Einnig gefst fagfjárfestum aðgangur að  fjárfestingatækifærum í gegnum  fyrirtækjaráðgjöf  og með  framtakssjóðum í rekstri Virðingar.

FJÁRFESTINGAKOSTIR

Hlutverk  Virðingar er skýrt:  Að finna þá fjárfestingakosti sem skila bestum árangri fyrir viðskiptavini okkar.  Virðing er óháð verðbréfafyrirtæki og getur því sinnt þessu hlutverki án hættu á hagsmunaárekstrum.

Fjölbreytt úrval fjárfestingakosta er í boði hjá Virðingu.

Fjárfest er í innlendum verðbréfum, verðbréfa- , fjárfestinga- og fagfjárfestingasjóðum allra helstu markaðsaðila.

Fjárfest er í erlendum verðbréfum og verðbréfasjóðum, þar á meðal BlackRock, Carnegie, F&C, iShares og Sparinvest.

Fjárfest er í innlánum þar sem  bjóðast hagstæðustu kjör á hverjum tíma.

Lausafjárstýring.

Aðgangur að fjárfestingu í óskráðum félögum.

Aðgangur að sérhæfðum fjárfestingum.

Samstarfsaðilar
Starfsfólk Eignastýringar