Sérfræðingar markaðsviðskipta Virðingar hafa milligöngu um fjárfestingar í fjölmörgum eignaflokkum hjá stærstu fjárfestum landsins, fyrirtækjum, stofnanafjárfestum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum, opinberum aðilum og öðrum fagfjárfestum. Sérfræðiþekking starfsmanna Virðingar byggir á áralangri reynslu af hinum ýmsu verðbréfamörkuðum.

Þjónusta markaðsviðskipta
Miðlun verðbréfa
Miðlun verðbréfa

Miðlun verðbréfa

Virðing hf. hefur verið aðili að Nasdaq OMX á Íslandi frá árinu 1999. Virðing hf. annast miðlun hlutabréfa og skuldabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands auk þess að hafa milligöngu um viðskipti í öllum helstu kauphöllum heims. Þá annast Virðing einnig miðlun óskráðra bréfa fyrir fjárfesta. Sérfræðingar félagsins bjóða einnig upp á viðskipti með afleiður fyrir þá viðskiptavini sem hafa verið metnir hæfir til slíkra viðskipta.
Auðkenni Virðingar í viðskiptum er MEG.

Sérstaða Virðingar

Virðing hf. er sjálfstætt, óháð fjármálafyrirtæki sem á ekki í viðskiptum á fjármálamarkaði fyrir eigin fjármuni. Sú sérstaða er afar mikilvæg og ein af forsendum þess að viðskiptavinir geti treyst því að hagsmunir þeirra séu ávallt í fyrirrúmi.

Samstarf sem skilar árangri

Í markaðsviðskiptum Virðingar er áhersla lögð á aðgengileg og hnökralaus viðskipti, samkeppnishæf kjör og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Sérfræðingar Virðingar búa yfir áralangri og farsælli reynslu á sviði markaðsviðskipta og eru ánægðir og traustir viðskiptavinir einn besti vitnisburður um árangur Virðingar á sínu sviði.

Miðlun afleiðna

Sérfræðingar félagsins bjóða upp á viðskipti með afleiður fyrir þá viðskiptavini sem hafa verið metnir hæfir til slíkra viðskipta.

Starfsfólk Markaðsviðskipta