Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar veitir lögaðilum víðtæka ráðgjafaþjónustu með áherslu á fjármögnun, fyrirtækjaþróun, umbreytingu- og endurskipulagningu fyrirtækja og verkefni tengd kaupum, sölu eða sameiningu fyrirtækja.

Við aðstoðum við öflun hlutafjár og lánsfjármögnun og veitum margvíslega þjónustu í tengslum við endurskipulagningu fyrirtækja.

Virðing býr jafnframt yfir sérþekkingu á sviði fasteignafjármögnunar, miðlunar veðskuldabréfa, fasteignaþróunar og ráðgjöf við kaup og sölu atvinnuhúsnæðis.

Viðskiptavinir fyrirtækjaráðgjafar eru fyrirtæki, fjárfestar, eignarhaldsfélög, kröfuhafar, fasteignaeigendur, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar.

Við veitum viðskiptavinum okkar þjónustu á alþjóðavísu í gegnum víðtæka reynslu okkar og tengslanet.

 

Þjónusta fyrirtækjaráðgjafar
Fjármögnun
Kaup og sala
Endurskipulagning
Skráning og útboð
Fjármögnun

FASTEIGNAFJÁRMÖGNUN

Virðing hefur frá upphafi sérhæft sig í miðlun fasteignatryggðra skuldabréfa einkum fyrir lögaðila. Við höfum á liðnum árum myndað árangursríkan farveg fyrir slíka miðlun, sem m.a. grundvallast á ítarlegum úttektum sérfræðinga Virðingar og tengslum við kaupendur og seljendur slíkra bréfa.

Virðing hefur milligöngu um fasteignatryggð lán til langs tíma fyrir viðskiptavini sína, hvort sem er vegna lána með veði í íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Vaxtakjörin taka mið af heildarveðsetningu eignar, áhættumati og veðrétti.

 

FJÁRMÖGNUN FYRIRTÆKJA

Við aðstoðum viðskiptavini við fjármögnun hvort sem um er að ræða hlutafjár- eða lánsfjármögnun. Virðing er ekki lánastofnun en sem óháð verðbréfafyrirtæki getur Virðing tryggt viðskiptavinum sínum bestu lánskjör á hverjum tíma með því að aðstoða þá við að leita tilboða frá lánastofnunum landsins.

Virðing hefur tengsl við breiðan hóp áhugasamra fjárfesta, bæði stærri fagfjárfestaa á borð við lífeyrissjóði og tryggingafélög, en einnig smærri fjárfesta, til að mynda efnameiri einstaklinga og fjárfestingarfélög.

 

 

Kaup og sala

KAUP, SALA OG SAMRUNI FYRIRTÆKJA

Viðskiptavinum okkar býðst víðtæk þjónusta og ráðgjöf við kaup, sölu og sameiningu fyrirtækja. Meðal þess sem felst í þjónustunni er framkvæmd verðmats á fyrirtækjum, rekstri og eignum, aðstoð við gerð sölulýsinga og kynningarefnis, umsjón með tilboðs- og samningagerð, yfirferð og mat á tilboðum, milliganga um samningaviðræður og umsjón með áreiðanleikakönnunum eins og við á í hverju tilviki fyrir sig.

Virðing tekur einnig að sér að aðstoða fjárfesta við að vakta og greina þau tækifæri sem geta falist í að fjárfesta í ákveðnum fyrirtækjum eða atvinnugreinum á hverjum tíma.

 

RÁÐGJÖF VIÐ KAUP OG SÖLU ATVINNUHÚSNÆÐIS

Virðing sérhæfir sig í að aðstoða fjárfesta við að kaupa og selja stærri atvinnufasteignir. Með aðstoð Virðingar er viðkomandi fasteign meðal annars verðmetin út frá væntu sjóðstreymi á grundvelli fyrirliggjandi leigusamninga og tækifæra til frekari verðmætasköpunar auk þess sem Virðing aðstoðar við samningagerð og fjármögnun.

 

Endurskipulagning

ENDURSKIPULAGNING OG UMBREYTING LÖGAÐILA

Þjónusta við hluthafa, kröfuhafa og aðra hagsmunaaðila í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja auk ráðgjafar vegna fyrirtækja í tímabundnum greiðsluerfiðleikum er mikilvægur hluti af þjónustu fyrirtækjaráðgjafar Virðingar. Þjónustan tekur til greininga á rekstri og fjárhagsáætlunum, mats á greiðsluhæfi og skuldaþoli viðkomandi fyrirtækis, samskipta við kröfuhafa og lánastofnanir sem og umsjónar með samningaviðræðum og samningagerð. Virðing aðstoðar einnig fyrirtæki við öflun nýs hlutafjár eða lánsfjár sem hluta af fjárhagslegri endurskipulagningu.

 

Skráning og útboð

ÚTBOÐ OG SKRÁNING

Virðing veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og sjóðum aðstoð við útgáfu og útboð skráðra sem óskráðra verðbréfa, hlutabréfa og skuldabréfa. Í þjónustu Virðingar felst m.a. ítarleg greining á fjárhagsstöðu útgefanda, gerð kynningarefnis, útgefanda- og verðbréfalýsingar, samskipti við fjárfesta og umsjón með skráningu verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands og í kauphöll, eins og við á. Sem viðurkenndur ráðgjafi á First North Iceland veitir Virðing fyrirtækjum aðstoð og ráðgjöf við kauphallarskráningu og ráðgjöf á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum.