Veldu síðu
Veldu síðu
Innskráning
Virding-logo-rammi
Kvika kaupir allt hlutafé í Virðingu hf.

Eigendur 99.69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverðið nemur 2.560 milljónum króna og var greitt með reiðufé.

Eftirlitsstofnanir hafa samþykkt kaupin og stefnt er að því að sameina félögin undir nafni Kviku. Með sameiningu Kviku og Virðingar verður til öflugt fjármálafyrirtæki sem er leiðandi á fjárfestingabankamarkaði. Sameinað félag verður eitt það umsvifamesta í eignastýringu á Íslandi með um 235 milljarða króna í stýringu og fjölda sjóða í rekstri.