Virðing er sérhæfður og reynslumikill rekstraraðili framtakssjóða. Framtakssjóðir Virðingar nýta tækifæri sem felast í langtímafjárfestingu í óskráðum hlutabréfum. Við horfum einkum til meðalstórra íslenskra fyrirtækja sem hafa sterka stöðu á markaði og búa yfir áhugaverðum vaxtartækifærum.

Framtakssjóðir Virðingar eru áhrifafjárfestar sem leggja áherslu á að styðja stjórnendur með markvissum hætti í að bæta árangur félaga í eigu sjóðana og stuðla þannig að raunverulegri verðmætasköpun. Við hvetjum félögin til að sýna samfélagslega ábyrgð, tileinka sér góða viðskipta- og stjórnarhætti, gæta að fjölbreytni í stjórnun og huga að umhverfismálum.

Virðing er óháður rekstraraðili með hagsmuni fjárfesta að leiðarljósi. Við teljum ávinning felast í samstarfi við aðra fjárfesta, sterk stjórnendateymi og önnur fjármálafyrirtæki.

Virðing rekur tvo framtakssjóði, Eddu slhf. og Auði I slf. Virðing ásamt ALM fjármálarágjöf hf. eru einnig rekstraraðilar Kjölfestu slhf.

Framtakssjóðir Virðingar eru fagfjárfestasjóðir undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Framtakssjóðir
EDDA
AUÐUR I
EDDA

EDDA er framtakssjóður fyrir fagfjárfesta í rekstri Virðingar, stofnaður í apríl 2013 með 5,0 ma kr. áskriftarloforð frá 30 fjárfestum. Sjóðurinn byggir á reynslu og góðum árangri Virðingar af rekstri fagfjárfestasjóðsins AUÐAR I. Sjóðurinn á hlut í 4 fyrirtækjum.

EDDA fjárfestir einkum í meðalstórum íslenskum fyrirtækjum sem eru arðbær, hafa gott sjóðstreymi, öflug stjórnendateymi og sterka stöðu á markaði. EDDA tekur að jafnaði áhrifahlut og hefur aðkomu að stjórn félaganna.

EDDA fjárfestir í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, við stjórnenda- eða kynslóðaskipti hjá fyrirtækjum eða við fjármögnun vaxtartækifæra.

EDDA er áhrifaeigandi sem styður stjórnendur með markvissum hætti við stefnumótun og rekstur félaganna.

AUÐUR I

AUÐUR I er framtakssjóður í rekstri Virðingar. Sjóðurinn var upphaflega 3,2 milljarðar að stærð. Yfir 20 fjárfestar lögðu sjóðnum til fjármagn þegar hann var stofnaður í febrúar 2008. Sjóðurinn á hlut í 6 fyrirtækjum.

Samkvæmt fjárfestingarstefnu AUÐAR I fjárfestir sjóðurinn einkum í fyrirtækjum með góða rekstrarsögu, sterkt sjóðstreymi, sérstöðu á markaði og áhugaverð vaxtartækifæri. AUÐUR I hefur fjárfest í fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn kvenna, framleiða og selja vörur og þjónustu sem höfða til kvenna eða þar sem aðkoma AUÐAR I að fyrirtækinu getur leyst úr læðingi aukin verðmæti.

Öflugir stjórnendur eru mikilvægir í hverju fyrirtæki og við leggjum áherslu á samstarf og stuðning við stjórnendur þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Fulltrúar okkar taka virkan þátt í stefnumótun og rekstri fyrirtækjanna með það að markmiði að hámarka vermæti til lengri tíma litið. Virðing er bakhjarl veitir fyrirtækjunum aðgang að fjármagni, þekkingu og tengslaneti.

Starfsfólk Framtakssjóða