Veldu síðu
Veldu síðu
Innskráning

Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða.

Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.

Grundvallaratriði í starfsemi Virðingar eru langtímaárangur og virðing fyrir einstaklingum, samfélagi og umhverfi.

Um Virðingu

Virðing hf. sameinaðist í upphafi árs 2014 Auði Capital hf.

Verðbréfafyrirtækið Auður Capital var stofnað af árið 2007 en Virðing var stofnað árið 1999.

Hið sameinaða verðbréfafyrirtæki leggur mikið upp úr faglegri þjónustu og félagið hefur á að skipa öflugum hópi sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu af innlendum sem alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Virðing hf. er sjálfstætt fyrirtæki með dreift eignarhald sem stundar ekki viðskipti fyrir eigin reikning. Með því að vera óháð takmörkum við hættu á hagsmunaárekstrum milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

Áhættumeðvitund er einn af lykilþáttunum í starfsemi Virðingar. Fjárfestingar eru ekki áhættulausar en það er grundvallaratriði að taka upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun um áhættu.

Við leggjum mikið upp úr gagnsæi og hreinskiptni í samskiptum og því að hafa upplýsingar aðgengilegar.

Mannleg nálgun snýst um virðingu fyrir einstaklingum og fjölbreytileika þeirra. Við mat á fjárfestingum er mikilvægt að líta til verðmæta sem felast í mannauði, stjórnarháttum og fyrirtækjamenningu.

Ábyrg arðsemi þýðir að við viljum skila fyrirtækinu og viðskiptavinum hagnaði en okkur er ekki sama hvernig. Með því að bera virðingu fyrir umhverfinu, mannauðnum og samfélaginu náum við betri langtímaárangri fyrir alla.

Stjórnarhættir

Stofnendur, stjórn og starfsmenn Virðingar hafa frá upphafi lagt áherslu á að viðhafa góða stjórnarhætti í starfsemi félagsins. Félagið uppfyllir ákvæði laga og reglna og fylgir leiðbeiningum Viðskiptaráðs eins og þær eru hverju sinni. Félagið horfir til alþjóðlegra viðurkenndra vinnubragða á þessu sviði og leitast við að haga stjórnarháttum sínum í samræmi við það sem best þekkist.

Virðing leggur ríka áherslu á ábyrga viðskiptahætti. Kjarninn í hugmyndafræði félagsins er að með ábyrgri hegðun, óháðri ráðgjöf, áhættumeðvitund og hreinskilni náist bestur árangur til langs tíma – fyrir viðskiptavini, fyrir fyrirtækið sjálft og hluthafa þess og fyrir samfélagið í heild.

Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar starfsreglur félagsins.

Upplýsingar fyrir viðskiptavini
Stjórnarhættir
Stjórn

Stjórn Virðingar skipa:
Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður
Magnús Hreggviðsson, varaformaður
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, meðstjórnandi
Rúnar Bachmann, meðstjórnandi
Vilhjálmur Þorsteinsson, meðstjórnandi

Varamenn eru:
Stella Kristín Víðisdóttir
Svanhvít Birna Hrólfsdóttir

Stjórn Virðingar

Kristín Pétursdóttir stofnaði Auði Capital vorið 2007 og var forstjóri félagsins þar til í apríl 2013 er hún tók sæti stjórnarformanns. Hún var aðstoðarforstjóri hjá Kaupþingi Singer & Friedlander í London til ársloka 2006 og hafði yfirumsjón með samþættingu Singer & Friedlander við Kaupþing banka. Kristín starfaði hjá Kaupþingi banka frá árinu 1997. Á árunum 1999-2005 var Kristín framkvæmdastjóri fjárstýringar og sá alfarið um fjármögnun bankans. Áður en Kristín hóf störf hjá Kaupþingi vann hún hjá Statoil í Noregi, hjá Skeljungi og hjá Íslandsbanka. Kristín er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Handelshöyskolen í Bergen í Noregi. Kristín starfar í dag sem forstjóri Mentor ehf.

Magnús Hreggviðsson útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands 1975. Hann hefur starfað í eigin fyrirtæki s.l. ár, fyrst við rekstur á endurskoðunarstofu, sem ráðgjafi og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali frá árinu 1976. Síðar sem einn stærsti útgefandi tímarita og bóka í tæpan aldarfjórðung samhliða fasteigna- og landþróunarverkefni í Smárahvammi. Frá 2005 hefur hann starfað í eigin ráðgjafafyrirtæki, Firma Consulting ehf. Magnús hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja undanfarna áratugi. Hann hefur verið varaformaður stjórnar Virðingar frá 2011.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir starfar sjálfstætt sem ráðgjafi í stjórnun. Hún var forstjóri Actavis á Íslandi 2010-2014, en starfaði hjá félaginu og forverum þess frá 1980. Guðbjörg Edda situr í stjórn Íslandsstofu og ýmissa fyrirtækja og sat í stjórn Viðskiptaráðs Íslands 2012-2016. Hún settist í stjórn Auðar Capital í árslok 2007 og sat í stjórn félagsins til 8. janúar 2014 er félagið sameinaðist Virðingu hf. Sama dag var hún kjörin í stjórn Virðingar hf.

Guðbjörg Edda er með kandídatspróf í lyfjafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Rúnar Bachmann er rafvirki og hefur setið í stjórn Virðingar frá 2010. Hann starfar hjá og er hluthafi í Verkis hf. og áður hjá Rafteikningu hf. Rúnar hefur mikla reynslu í bæði félagsmálum og í stjórnar- og nefndarstörfum og hefur setið í stjórn Iðnnemasambandsins, Félags Íslenskra rafvirkja, Rafiðnaðarsambands Íslands, tekið þátt í sveitastjórnarmálum  á Suðárkróki meðal annars sem varabæjarfulltrúi. Hann hefur setið í stjórn Rannís og Vísinda og tækniráðs, stjórn Átaks til atvinnusköpunar og skólanefnd Tækniskóla Íslands. Hann hefur verið í endurskoðunarnefnd Lífeyrissjóðsins Stafa frá 2009.

Vilhjálmur Þorsteinsson

Endurskoðunarnefnd Virðingar skipa:
Elfa Björg Aradóttir, formaður
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
Magnús Hreggviðsson

Endurskoðandi Virðingar er:
Rýni endurskoðun ehf., Gunnar Þór Ásgeirsson

Innri endurskoðandi Virðingar:
Innri endurskoðun Virðingar er útvistað til KPMG ehf.

Regluvörður Virðingar:
Regluvörslu Virðingar er útvistað til Advel lögmanna slf. Regluvörður félagsins er Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl. og staðgengill regluvarðar er Snorri Stefánsson hdl.

Hluthafar

Hluthafar Virðingar hf. sem eiga yfir 1% hlut í félaginu – 22.09.2017

Hluthafi %
Kvika banki hf. 93,22%
Meson Holding S.A. 3,63%
Grafía-stéttarfélag 1,39%
MATVÍS (Matvæla- og veitingaf) 1,39%

 

Samfélagsábyrgð
tree

Fyrirtækjum ber samfélagsleg skylda til að sýna ábyrga hegðun.  Sú ábyrgð nær til þess hvernig þau haga allri sinni starfsemi, hvernig þau taka afstöðu til mála, tjá sig og taka ákvarðanir. Við teljum það því hlutverk okkar hjá Virðingu að hvetja aðra til aukinnar meðvitundar um samfélagið og umhverfið. Við sýnum fordæmi með heiðarlegum og gagnsæjum viðskiptaháttum, með því að bera virðingu fyrir starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Við teljum fylgni við lög, heiðarleika og gott siðferði vera lykilatriði í starfsemi okkar. Við viljum hafa jákvæð áhrif á viðskiptahætti og auka ábyrgð gagnvart samfélagi og umhverfi bæði með því að vanda okkar eigin hegðun og ákvarðanatöku, og ekki síður í gegn um fjárfestingar okkar.  Í fjárfestingum leitumst við því við að fjárfesta á samfélagslega ábyrgan hátt og hvetjum þau fyrirtæki sem framtakssjóðir okkar fjárfesta í með beinum hætti til aukinnar ábyrgðar.  Við höfnum því viðhorfi að velja þurfi á milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegs ávinnings.  Það er sannfæring okkar að jafnvægi milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegrar ábyrgðar sé einmitt tækifæri til að ná betri langtímaárangri á báðum sviðum. Við erum bjargföst í þeirri trú að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að axla samfélagslega ábyrgð.

Virðing hf. er aðili að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Góðgerðarstarf
Umhverfisstefnan

VIRÐINGU ER ANNT UM UMHVERFIÐ

Því leggjum við áherslu á að:

 

 

NOTA MINNA

  • Þarf ég á hlutunum að halda?
  • Þarf ég þetta útprentað?
  • Get ég notað bollann/glasið aftur?
  • Slekk ég ljósin?

NOTA RÉTT

  • Virðing leitast við að kaupa umhverfisvæna og endurvinnanlega vöru og endurnýta sem mest.
  • Virðing leitast við að eiga viðskipti við aðila sem leggja áherslu á verndun umhverfisins og eru með umhverfisvottaða starfsemi.

FARGA RÉTT

  • Við setjum skrifstofupappír aldrei með öðru rusli
  • Við flokkum rusl í pappír, plast og annað. Gler og skilagjaldsumbúðir eru flokkaðar sér. Rafhlöðum og blekhylkjum er hent í þar til gerð ílát.
  • Við förgum tölvum og öðrum vélbúnaði á viðeigandi hátt.
Fólkið
Yfirstjórn
Íris Arna Jóhannsdóttir Forstjóri irisarna@virding.is 585 6500 Meira
Eignastýring
Jónas R. Gunnarsson Framkvæmdastjóri jonas@virding.is 585 6500 Meira
Eggert Þ. Aðalsteinsson Fjárfestingastjóri eggert@virding.is 585 6500 Meira
Þórður Emil Ólafsson Forstöðumaður viðskiptastjóra thordur@virding.is 585 6500 Meira
Björn Knútsson Viðskiptastjóri bjorn@virding.is 585 6500 Meira
Lára J. Björnsdóttir Viðskiptastjóri lara@virding.is 585 6500 Meira
Framtakssjóðasvið
Margit Robertet Framkvæmdastjóri margit@virding.is 585 6500 Meira
Einar Pálmi Sigmundsson Fjárfestingastjóri einarpalmi@virding.is 585 6500 Meira
Daníel Kristjánsson Sérfræðingur daniel@virding.is 585 6500 Meira
Markaðsviðskipti
Einar Þór Einarsson Miðlun einar.einarsson@virding.is 585 6500 Meira
Rekstrarsvið
Ólöf Jónsdóttir Framkvæmdastjóri olof.jonsdottir@virding.is 585 6500 Meira
Guðbjörg Hanna Gylfadóttir Aðalbókari gudbjorg@virding.is 585 6500 Meira
Hrund Ólafsdóttir Áhættustýring hrund@virding.is 585 6500 Meira
Nýjustu fréttir
Virding-logo-rammi
Starfsemi Virðingar flutt í húsnæði Kviku Banka

Nýtt heimilisfang Virðingar er Borgartún 25, 6. hæð, 105. Reykjavík.

Lesa áfram

Virding-logo-rammi
Kvika kaupir allt hlutafé í Virðingu hf.

Eftirlitsstofnanir hafa samþykkt kaupin og stefnt er að því að sameina félögin undir nafni Kviku

Lesa áfram

Virding-logo-rammi
Virðing og ALDA sameina krafta sína

Virðing hefur fest kaup á öllu hlutafé ALDA sjóða hf. og hluthafar ALDA koma inn í hluthafahóp Virðingar.

Lesa áfram

Svo það sé sagt..
Svo-thad-se-sagt-header4
Um bókarskrif skeggjaðra hagfræðinga

Þegar íslensku bankarnir hrundu í fyrstu viku október 2008 var sá sem hér ritar aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að bankinn hafði geispað golunni tók við langt tóm í starfseminni. Ég sat inni í dauðum banka og varð fljótt upptekinn af þeirri […]

Svo-thad-se-sagt-header4
Svartur eða hvítur köttur?

Alltaf virðist vera nægur tími til þess að ræða um hvort kötturinn sé hvítur eða svartur en ekki hvort að hann veiðir mýs. Stjórnmálaumræðan hérlendis snýst yfirleitt um markmið – og þau oft háleit – en sjaldnar um leiðir og árangur.

Lesa áfram

Svo-thad-se-sagt-header4
Flæðið með krónunni – fortíðin minnir á sig

Niðurstaðan er því sú að það er ekki viðskiptaafgangur frá ferðaþjónustu sem á stærstan þátt í því að hækka gengi krónunnar heldur fjárhreyfingar sem eru tengdar ýmis konar fjárfestingu í víðum skilningi.

Lesa áfram

Ólöf Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri

Ólöf hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital. Áður starfaði hún hjá Auði Capital frá 2009.
Ólöf starfaði frá árinu 2006 við áhættustýringu hjá Kaupþingi, fyrst í rannsóknar- og hönnunardeild við hönnun áhættulíkana og síðar á skrifstofu forstjóra við áhættustýringu samstæðu. Þar áður starfaði hún hjá gæðatryggingadeild Actavis við tækjaprófun. Ólöf hefur einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskólann í Reykjavík.

Ólöf lauk M.Sc. gráðu í ,,Operational Research” frá London School of Economics árið 2005 og B.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði árið 2003. Hún hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Guðbjörg Hanna Gylfadóttir
Aðalbókari

Guðbjörg hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital. Guðbjörg hóf störf hjá Auði í maí 2010. Guðbjörg starfaði um 16 ára skeið hjá Nýsi þar sem hún kom að ýmsum verkefnum svo sem bókhaldi, uppgjöri og áætlanagerð. Síðustu árin var Guðbjörg skrifstofustjóri Nýsis og sat í stjórn félagsins. Á árum áður starfaði hún við ýmis störf hjá Landsbanka Íslands.

Guðbjörg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá University of Alabama.

Hrund Ólafsdóttir
Áhættustýring

Hrund hóf störf hjá Virðingu árið 2015. Hún starfaði áður sem sérfræðingur á Afurða- og auðlindasviði hjá Matís og sem ráðgjafi fyrirtækja hjá Íslandsbanka sumurin 2013 og 2014.

Hún lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010 og útskrifaðist með BSc. í iðnaðaverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2014. Hrund hefur einnig lokið prófið í verðbréfaviðskiptum.

Jónas R. Gunnarsson
Framkvæmdastjóri

Jónas hefur unnið hjá Virðingu frá árinu 2006. Hann útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík með Bsc. í viðskiptafræði. Jónas hefur lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun.

Margit Robertet
Framkvæmdastjóri

Margit hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Auðar Capital allt frá stofnun félagsins til nóvember 2013 en þá tók hún við starfi fjárfestingastjóra á sviði framtakssjóða.

Margit hefur starfað í fjármálageiranum í 25 ár, lengst af utan Íslands. Á árunum 1993-1996 starfaði hún í markaðsviðskiptum hjá Barclays í London en flutti sig síðar til Credit Suisse í París þar sem hún starfaði við fyrirtækjaráðgjöf. Margit snéri heim árið 2005 og varð framkvæmdastjóri lánasviðs Straums Burðaráss fjárfestingarbanka þar sem hún leiddi uppbyggingu bankans á því sviði 2005-2007.

Margit er viðskiptafræðingur, með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í verðbréfaviðskiptum.

Margit hefur víðtæka reynslu af alhliða fjárfestingabankastarfsemi. Hún hefur sinnt ráðgjöf og leitt samningaviðræður við kaup eða sölu á stórum sem smáum fyrirtækjum, haft umsjón með fjölda hluta- og skuldabréfaútboða og aðstoðað fjárfesta við öflun lánsfjár í tengslum við skuldsettar yfirtökur.

Margit situr í stjórn Íslandshótela.

Eggert Þ. Aðalsteinsson
Fjárfestingastjóri

Eggert hóf störf hjá Virðingu árið 2011. Þar áður starfaði hann sem hlutabréfagreinandi hjá IFS Greiningu og Kaupþingi banka. Eggert hefur komið víða við á fjölmiðlum, m.a. á Fréttablaðinu, Markaðnum og Viðskiptablaðinu. Hann var stjórnarmaður í Íslenskum verðbréfum á árunum 2010-2011.
Hann stundaði nám í sagnfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Íris Arna Jóhannsdóttir
Forstjóri

Íris Arna hóf störf hjá Virðingu í janúar 2016. Áður var hún yfirlögfræðingur H.F. Verðbréfa hf. 2012-2015 og þar á undan verkefnastjóri hjá LOGOS lögmannsþjónustu 2007-2012. Íris Arna hefur einnig starfað á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins og í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf.

Íris Arna er með kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu í banka- og fjármálalögfræði frá The London School of Economics and Political Science. Hún er með próf í verðbréfaviðskiptum og með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Einar Pálmi Sigmundsson
Fjárfestingastjóri

Einar Pálmi hóf störf hjá Virðingu í byrjun árs 2017. Einar Pálmi hefur unnið í yfir 20 ár á fjármálmarkaði og þar af lengst sem yfirmaður ýmissa sviða. Hann starfaði sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar HF verðbréfa frá árinu 2009 til ársins 2015. Áður starfaði hann m.a. hjá Arion banka (2008-2009), Kaupþingi (2007-2008) og Íslandsbanka (1993-2007). Í fyrri störfum sínum á fjármálamarkaði hefur hann m.a. starfað í markaðsviðskiptum, gjaldeyrismiðlun, fyrirtækaráðgjöf og við endurskipulagningu fyrirtækja.

Einar Pálmi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá Rotterdam School of Management. Þá hefur hann kennt verðmat fyrirtækja við Háskólann á Bifröst.

Þórður Emil Ólafsson
Forstöðumaður viðskiptastjóra

Þórður Emil hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital. Áður starfaði hann hjá Auði Capital frá 2010. Árið 1998 hóf hann störf hjá Kaupþingi og starfaði við einstaklingsráðgjöf. Frá árinu 1999 til 2010 starfaði Þórður Emil hjá Kaupthing Bank Luxembourg og síðar hjá Banque Havilland bæði í einkabankaþjónustu og á eignastýringarsviði bankanna.

Þórður Emil útskrifaðist með BS próf í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Kristín Pétursdóttir
Stjórnarformaður

Kristín stofnaði Auði Capital vorið 2007. Hún var aðstoðarforstjóri hjá Kaupþingi Singer & Friedlander í London til ársloka 2006 og hafði yfirumsjón með samþættingu Singer & Friedlander við Kaupþing banka. Kristín starfaði hjá Kaupþingi banka frá árinu 1997. Á árunum 1999-2005 var Kristín framkvæmdastjóri fjárstýringar og sá alfarið um fjármögnun bankans. Áður en Kristín hóf störf hjá Kaupþingi vann hún hjá Statoil í Noregi, hjá Skeljungi og hjá Íslandsbanka.

Kristín er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Handelshöyskolen í Bergen í Noregi.

Björn Knútsson
Viðskiptastjóri

Björn hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital. Áður starfaði hann hjá Auði Capital frá 2012. Frá 2003-2012 starfaði Björn í Lúxemborg hjá Kaupþingi og Banque Havilland þar sem hann var viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu. Hann var meðstofnandi og framkvæmdarstjóri eignastýringarfyrirtækisins GreenLeaf Financial S.A. Áður en Björn fór til Lúxemborgar starfaði hann hjá MP Fjárfestingarbanka og hjá Íslandsbanka í markaðsviðskiptum og einnig starfaði hann um skeið hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.

Björn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Bifröst og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er einnig með meistaragráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskóla Íslands

Lára J. Björnsdóttir
Viðskiptastjóri

Lára hefur starfað hjá Virðingu frá samruna við Auði Capital í janúar 2014 en hún hóf störf hjá Auði í ársbyrjun 2009. Hún hefur margra ára reynslu af íslenskum fjármálamarkaði allt frá því hún hóf störf hjá hjá Landsbanka Íslands sem gjaldkeri og aðalféhirðir 1995. Næst tók hún við gerð starfsmannahandbókar og greiningu vinnuferla hjá Landsbréfum og sérhæfði sig í fjármálaráðgjöf til einstaklinga og einkabankaþjónustu fyrir hönd bankans.

Lára útskrifaðist af frumgreinadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst 1995 og sem rekstrarfræðingur frá sama háskóla 1997.

Einar Þór Einarsson
Miðlun

Einar Þór Einarsson hóf störf hjá Virðingu í nóvember 2016. Einar Þór hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2006 en þá hóf hann störf hjá Kaupþingi og var lengst af í eignastýringu bankans. Í byrjun árs 2012 fór Einar Þór yfir á fjármálasvið Arion banka og starfaði þar sem innlánastjóri í fjárstýringu til loka árs 2014 og eftir það sem sérfræðingur í fjármögnun þangað til í apríl 2015. Frá árinu 2015 og fram til október 2016 vann Einar Þór á fjárfestingarbankasviði Arion banka í markaðsviðskiptum.

Einar Þór er viðskiptafræðingur frá Eckerd College í Florída og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Daníel Kristjánsson
Sérfræðingur

Daníel hóf störf hjá Virðingu haustið 2016. Á námsárum sínum vann hann sem sumarstarfsmaður í fjármáladeild HB Granda og framleiðsludeild Lýsis.

Daníel er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum frá ESADE Business School í Barcelona.